sveppasósa með rósmarín


FullSizeRender+7.jpg

Þessi sveppasósa er ótrúlega góð og passar vel með páskasteikinni og öllu meðlætinu. Mér finnst ómissandi að hafa heita sveppasósu við fínni tilefni eins og jól og páska og vil hafa mikinn pipar - mæli mjög mikið með fjórum árstíðum frá Kryddhúsinu en það eru frjórar tegundir af piparkornum sem gefa ótrúlega gott bragð og meiri dýpt í sósuna. Njótið vel!

UPPSKRIFT

1 laukur
4 hvítlauksrif
500gr íslenskir sveppir
200ml / 1 ferna kasjúrjómi frá Ecomil
1/2 bolli vatn
1 msk soya sósa
1 tsk salvía
1 msk ferskt rósmarín
1 msk lífræn kornsterkja
Fjórar árstíðir pipar frá Kryddhúsinu


AÐFERÐ

1. Byrjið á því að fínskera laukinn og steikja á pönnu þar til mjúkur og ilmandi.
2. Skerið sveppina í litla bita og bætið út á pönnuna ásamt hvítlauk. Látið malla í nokkrar mínútur.
3. Bætið soya og pipar þegar sveppirnir eru orðnir mjúkir.
4. Bætið við kasjúrjóma, vatni og rósmarín. Setjið lok á pottinn og látið malla í 5-10 mínútur.
5. Lækkið hitann. Til að þykkja sósuna er gott að blanda kornsterkjunni við 1 msk af vatni og svo út í sósuna í lokin.


Ég nota íslenskar og/eða lífrænar afurðir eftir bestu getu og hvet ykkur til að gera það sama. Þessir valkostir eru betri fyrir jörðina okkar og líkamann.




Arna Engilbertsdóttir